Breskar fjölskyldur eru líklegri en flestir íbúar Evrópu að safna upp kreditkortaskuldum í janúar eftir jólahátíðina. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar hollenska bankans ING.

Niðurstöðurnar vekja ugg hjá stjórnvöldum í Bretlandi sem hafa áhyggjur af því að fjölskyldur eyði um efni fram um jólin og stingi höfðinu í sandinn þangað til kemur að skuldadögum í janúar.

Í rannsókninni kemur einnig fram að Bretar séu næst líklegastir allra þjóða í Evrópu til að eyða meiru þessi jól en í fyrra. Aðeins Rúmenar eru líklegri til að eyða hlutfallslega meiru en Bretar nú í ár heldur en í fyrra.

Tyrkland er í fyrsta sæti yfir lönd sem treysta á kreditkort, Rúmenía í öðru og Bretland í þriðja sæti. The Telegraph segir nánar frá málinu hér .