Mathias Döpfner, forstjóri eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Þýskalands, Axel Springer, telur að útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft jákvæð áhrif á erlenda fjárfestingu í Bretlandi. Þetta kemur fram í viðtali við Döpfner á vef Financial Times .

Á skjön við algengt sjónarmið

Þetta er á skjön við almennt viðhorf í Þýskalandi. Haft er eftir Döpfner að Bretland myndi finna fyrir neikvæðum afleiðingum útgöngu úr sambandinu, en til lengri tíma, væri Bretland betur sett fyrir utan það.

Í samtali við blaðið, segir hann að Bretar séu að færa sig í átt að frjálsum viðskiptum á meðan Evrópusambandsríki væru að færa sig í átt að því að millifæra háar upphæðir frá ríkum þjóðum sambandsins til hinna fátækari.

Þetta telur hann að gæti hrætt fjárfesta frá því að fjárfesta í ríkjum Evrópusambandsins.

Fyrirtæki Döpfners, á vinsælasta blað Þýskalands, Bild ásamt því að hafa fjárfest í erlendum blöðum á borð við Business Insider og Politico.