*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 11. janúar 2018 10:39

Brexit gæti kostað Breta 482.000 störf

Ef svartasta sviðsmyndin raungerist munu útganga Breta úr ESB geta kostað landið tæpa hálfa milljón starfa.

Ritstjórn
Theresa May forsætisráðherra Breta.
epa

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu án nokkurs samnings gæti kostað Breta tæplega hálfa milljón starfa. Samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var um efni þetta munu Bretar tapa 482.000 störfum ef út verður gengið án samnings ásamt því að störf tapast í fjármálageiranum í London. Bloomberg greinir frá.

Í skýrslunni kemur einnig fram að enginn samningur gæti þýtt að fjárfesting fram til ársins 2030 gæti orðið um 50 milljörðum punda minni. Skýrslan sem unnin var af Cambrigde Economics var unnin fyrir borgarstjóra London og kemur í kjölfarið af rannsókn sem sýndi að laus störf í fjármálageiranum hefðu dregist saman um 52% í desember.

Skrifstofa borgarstjórans í London segir að ef svartasta sviðsmyndin í skýrslunni raungerist megi búast við að fjöldi starfa dragist saman um 87.000 og að hagvöxtur á svæðinu verði minni næstu 10 árin. Tímasetning skýrslunnar þykir óheppileg fyrir forsætisráðherrann Theresu May sem stefnir á að funda með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækja í dag. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim