*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 20. nóvember 2018 15:15

Breyting á eignarhaldi í Bláa lóninu

Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu forstjóra Bláa Lónsins hf, á hlut Horns II í Hvatningu hf.

Ritstjórn
Aðsend mynd

„Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf,  á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. Kólfur og Horn II hafa átt í góðu samstarfi um eignarhald í Bláa Lóninu í gegnum Hvatningu hf. frá árinu 2012." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Samhliða hefur núverandi hluthöfum Horns II verið veittur kaupréttur á sama viðskiptagengi til 31. janúar nk., á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum.  Tilurð viðskiptanna má rekja til þess að líftími Horns II mun renna sitt skeið á næsta ári."

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim