*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 5. mars 2017 14:05

Breytingar á eignarhaldi Olís

Samherji og FISK Seafood hafa keypt hluti Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar í Olíuverzlun Íslands hf.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Breytingar hafa átt sér stað í eigendahópi Olíuverzlunar Íslands hf. Samherji og FISK Seafood hafa keypt hluti Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar í félaginu.

Eftir þessa breytingu eiga Samherji og FISK Seafood allt hlutafé í Olís og er eignarhlutur hvors félags 50%. Ný stjórn var kosin í félaginu og er hún nú skipuð þeim Baldvini Þorsteinssyni, sem er formaður stjórnar, Heiðrúnu Jónsdóttur og Ásgeiri Baldurs.