Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs CCP, var kosinn formaður stjórnar netveitunnar Gogoyoko á stjórnarfundi félagsins í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að fyrirtækið hafi tekið miklum breytingum undanfarið með töluvert breyttu eignarhaldi auk þess sem ný stjórn hafi tekið við. Því til viðbótar hafi stofnendurnir, þeir Pétur Úlfur Einarsson og Haukur Davíð Magnússon, snúið aftur. Haukur er framkvæmdastjóri og Pétur er rekstrarstjóri. Þá hefur Aðalsteinn Pálsson viðskiptafræðingur verið ráðinn fjármálastjóri. Hann starfaði áður sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Íslandsbanka.

Auk Ívars eru í stjórn Ný stjórn er skipuð þeim Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lögmanni hjá Lögmenn Promptus, Lárusi Árnasyni, sérfræðing markaðsviðskipta hjá Virðingu, Svanhildi Haig viðburðarstjórnanda auk Péturs Úlfs.