Talsverðar breytingar verða gerðar á stærsta fyrirtæki Danmerkur, flutningafyrirtækinu A.P. Moeller-Maersk A/S. Stefnt er að því að skipta fyrirtækinu upp í tvær einingar. Annars vegar flutningafyrirtæki og hins vegar orkufyrirtæki. Frá þessu er meðal annars greint í frétt IFS Greiningar.

Þetta er meðal annars gert til þess að auka vöxt fyrirtækisins. Gengi bréfa félagsins hækkuðu um 12% daginn sem að tilkynnt var um breytingar fyrirtækisins.

Hið 112 ára fyrirtæki bað nýjan forstjóra fyrirtækisins um að skoða mögulega uppskiptingu fyrirtækisins í júní vegna erfiðleika hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í frétt CNBC.