Í síðustu viku var tilkynnt um fækkun í framkvæmdastjórn Sjóvár sem mun nú vera skipuð fjórum framkvæmdastjórum auk forstjóra. Nýtt skipurit hefur verið aðlagað þessum breytingum að því er kemur fram í tilkynningu frá tryggingafélaginu .

Elín Þórunn Eiríkisdóttir  sem var framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar mun taka við sem framkvæmdastjóri Rekstrar og þróunar auk þess sem vöruþróun sem var undir Viðskiptaþróun mun færast með henni undir Rekstur og þróun. „Með því er ætlunin er að efla enn frekar samstarf þróunar og upplýsingatækni meðal annars við þróun stafrænna lausna,“ segir í tilkynningunni.

Stofnstýring sem áður heyrði undir Viðskiptaþróun mun færast færast undir Fjármál og mun Birgir Viðarsson veita þeirri deild forstöðu. Markaðsmál og forvarnir sem áður voru undir Viðskiptaþróun munu færast undir Sölu og ráðgjöf og munu þannig færast nær beinni sölu og þjónustu í skipulagi.