Ben Baldanza, fyrrverandi forstjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, hefur tekið sæti í stjórn WOW air. Hann var forstjóri Spirit Airlines á árunum 2005 til 2016.

Baldanza hefur starfað víða í flugiðnaði. Hann byrjaði ferilinn hjá American Airlines en hann hefur meðal annars starfað hjá Northwest, Continental, Taca og US Airways auk Spirit Airlines.Hann leiddi m.a. Spirit Airlines í gegnum mikið vaxtaskeið úr tuttugu flugvélum í áttatíu og skráði félagið á Nasdaq hlutabéfamarkaðinn.

Skúli Mogensen, stofandi og forstjóri WOW air, segist himinlifandi að fá Baldanza í stjórn félagins.

„Árangur hans hjá Spirit Airlines hefur veitt honum gífurlega mikla virðingu innan flugbransans. Þekking hans og innsýn verður ómetanleg meðan við höldum áfram að stækka beggja vegna Atlantshafsins. Ben skilur þarfir stækkandi lággjaldaflugfélags og hann er ástríðufullur, eins og við erum, um að gera öllum kleift að ferðast um heiminn,” segir Skúli.

Stjórn WOW air ásamt Ben Baldanza skipa Liv Bergþórsdóttir stjórnarformaður, Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, Davíð Másson og Helga Hlín Hákonardóttir.