Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stendur fyrir hádegisfundi á morgun um hvernig lækkandi olíuverð breytir landslaginu í viðskiptalífinu og í samfélaginu öllu.

Frummælendur verða Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, og Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, eins af sérleyfishöfum Drekasvæðisins. Fundarstjóri verður Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Hádegisverðarfundurinn verður haldinn á Grand hóteli frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu. Skráning fer fram á vefsíðu FVH .