Hagnaður Brimborgar á síðasta ári nam 718 milljónum króna, sem er meira en tvöföldun frá árinu 2015 þegar hagnaður félagsins nam 327 milljónum króna.

Tekjur Brimborgar jukust milli ára úr 13 milljörðum í rúma 18 milljarða meðan rekstrarkostnaðurinn fór úr 12 milljörðum í 16,3 milljarða.

EBITDA félagsins á árinu 2016 nam 1,8 milljörðum króna en á árinu 2015 nam hún 1,1 milljarði en rekstrarhagnaðurinn eftir afskriftir nam 1,2 milljörðum króna sem er aukning frá fyrra árið úr 712 milljónum.

Aukning kostnaðar af fjármagnsliðum var ekki mikil milli ára, og fór hann úr 304 milljónum í 324 milljónir.

Eignir Brimborgar námu 9 milljörðum

Fyrir skatt hagnaðist Brimborg því um tæpar 897 milljónir króna á síðasta ári sem gerir 717.821.742 krónur í heildarhagnað eftir skatt. Ári áður nam hagnaðurinn tæpum 409 milljónum fyrir skatt.

Á árinu 2016 jukust eignir Brimborgar jafnframt úr 6,8 milljörðum króna í rétt rúma 9 milljarða.

Hjá Brimborg störfuðu að meðaltali 227 manns á síðasta ári, en árið 2015 voru þeir 194 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Fór launakostnaðurinn úr tæpum 1,5 milljörðum í rúmar 1,9 milljarð.

Greiða út arð á árinu 2017

Félagið greiddi ekki út arð á árinu 2016 en lagt er til að 179.450.000 króna arður verði greiddur út á þessu ári.

Stærstu eigendur félagsins eru Jóhann Jón Jóhannsson með 33,10% eignarhlut, Egill Jóhannsson með 26,80%, Arnór Guðbrandur Jósefsson með 16% og Margrét Egilsdóttir með 13,20%.