*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 20. júní 2018 13:43

Bróðir Rúriks keypti íbúðir á 3 milljarða

Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 en í eigu þess eru íbúðir sem eru metnar á þrjá milljarða.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Georg Gíslason, bróðir Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns í fótbolta, hefur keypt leigufélagið Velli 15 en í eigu þess félags eru 180 íbúðir. Í bókum félagsins eru íbúðirnar metnar á þrjá milljarða króna og er um 70% þeirra staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Samkvæmt ársreikningi Valla 15 þá var eigið fé fyrirtækisins 960 milljónir króna og var eiginfjárhlutfallið 30,5%. 

Georg fjárfesti einsamall í félaginu en hann hefur lengi rekið fyrirtækið Vegamálun sem sérhæfir sig í málun merkinga á vegi og götur. 

Seljendur voru ODT Ráðgjöf sem er í eigu Ólafs D Torfasonar stofnanda Íslandshótela.