*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 4. nóvember 2017 15:09

Brotakennd niðurstaða

Viðreisn á varla fylgi nema á höfuðborgarsvæðinu og ástandið hjá Pírötum er litlu skárra. Flokkur fólksins á lítið fyrir norðan.

Andrés Magnússon

Niðurstöður þingkosninganna um síðastliðna helgi auka varla bjartsýni um að auðvelt sé að mynda nýja ríkisstjórn. Á móti kemur að stjórnmálamenn eru reynslunni ríkari, þeir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að mynda starfhæfa ríkisstjórn hratt og örugglega.

Það er óhætt að segja að línur hafi ekki skýrst á þingi við þá margbrotnu niðurstöðu, sem við blasti síðastliðinn sunnudagsmorgun.Átta flokkar sitja nú á þingi og flestir í minnsta lagi, sem ekki mun auðvelda stjórnarmyndunina og eykur auk þess líkur á því að mjög margir flokkar muni skipa hana, sem yfirleitt þykir ekki fyrir langlífi.

Aðeins tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin — grænt framboð, eru í þeim þyngdarflokki, sem menn áttu að venjast á dögum fjórflokkakerfisins. Er Sjálfstæðisflokkurinn þó með miklu minna fylgi en hann átti að venjast í þá daga og Vinstri græn eru um fjórðungi undir sínu besta fylgi. Það gefur góða mynd af stöðunni að fylgi tveggja stærstu flokkanna dugir ekki til þess að mynda ríkisstjórn.

Líkt og sjá má á yfirliti yfir möguleg ríkisstjórnarmynstur á hægri síðu eru möguleikarnir býsna margir, svona tölfræðilega, en nær allir innifela í sér Sjálfstæðisflokk eða Vinstri græn. Nær helmingur fræðilegra möguleika á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins er samt úr sögunni þar sem Píratar hafa útilokað samstarf við þá.

Byggðaþróun stjórnmálanna

Úr kosningaúrslitunum má lesa ýmislegt annað, svo sem meiri skautun eftir búsetu en menn hafa átt að venjast um langa hríð. Sjálfstæðismenn eiga fyrsta þingmenn í öllum kjördæmum eins og oft áður, en það eru bara þeir og Vinstri græn, sem eiga þingmenn í öllum kjördæmum. Sjálfstæðisflokkurinn einn á tvo eða fleiri þingmenn í öllum kjördæmum.

Á hinn bóginn virðist Viðreisn varla eiga nokkurt fylgi nema á höfuðborgarsvæðinu og ástandið hjá Pírötum er litlu skárra. Flokkur fólksins á lítið fyrir norðan, en Framsókn og Miðflokkur eiga miklu minna á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi, sem kemur svo sem ekki á óvart. Varla verður sú byggðaþróun stjórnmálanna til þess að auðvelda stjórnarmyndun heldur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim