Lífeyrissjóðurinn Brú hefur lagt fram tillögu fyrir aðalfund Marel um að dregið verði úr hækkun launa fyrir stjórnarsetu miðað við tillögu stjórnarinnar. Stjórn Marel leggur til að þóknun hennar verði hækkuð úr 3.000 evrum í 3.500 en Brú leggur hins vegar til að þóknunin verði 3.250 evrum og aukningin því helmingi minni.

Þá leggur Brú jafnframt til breytingatillögu á kaupréttarkerfi sem stjórn leggur til að verði innleitt með það að markmiði að tengja hagsmuni framkvæmdastjórnar og valinna starfsmanna í lykilstöðum við langtímamarkmið félagsins og hluthafa þess.

Brú telur að kaupréttir geti leitt til þess að félag dragi úr nauðsynlegum fjárfestingum til þess að bæta afkomu til skemmri tíma á kostnað langtíma arðsemi. Þess vegna leggur lífeyrissjóðurinn til að innlausnarverð kaupréttanna skuli hækka um 6% árlega frá þeim degi sem kaupréttirnir eru veittir.