*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 20. ágúst 2018 11:10

Bruni í bílaumboðinu Öskju

Átta bílar skemmdust í bruna við Bílaumboðið Öskju í nótt. Ljóst er að um íkveikju er að ræða.

Ritstjórn
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju.
Aðsend mynd

Átta bílar skemmdust í bruna við Bílaumboðið Öskju í nótt. Ljóst er að um íkveikju er að ræða. 

,,Það er mikil mildi að ekki fór verr í brunanum og enginn slasaðist. Sem betur fer lágu bílarnir sem brunnu ekki við húsið þannig að ekki urðu skemmdir á því. Hluti bílanna sem brunnu eru í eigu viðskiptavina okkar og við erum að hafa samband við þá nú í morgunsárið," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.

,,Eldurinn kviknaði á milli klukkan 4.30 og 5 í nótt. Öryggisfyrirtæki, sem þjónustar Öskju, hafði samband við okkur og lét vita að eldur hefði kviknað í einum bíl og hann dreifðist í fleiri bíla. Slökkviliðið var mjög fljótt á staðinn og slökkti eldinn. Lögreglan fer með rannsókn málsins og hefur óskað eftir vitnum sem kunna að hafa séð mannaferðir við Öskju á þessum tíma í nótt. Einnig er verið að fara yfir öryggismyndavélar sem eru staðsettar við húsið. Bruninn mun ekki hafa nein áhrif á starfsemi Öskju og við munum halda okkar striki en við ætlum að frumsýna nýjan Kia Ceed nk. laugardag," segir Jón Trausti ennfremur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim