Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi hefur samþykkt breytingar á lista flokksins fyrir alþingiskosningar 29. október. Samþykkt var að Bryndís Haraldsdóttir færi í annað sæti listans, en fyrir breytinguna var Bryndís í fimmta sæti listans. Þessum greinir Mbl.is frá.

Bjarni Benediktsson leiðir enn listann, en aðrir færast niður um eitt sæti. Jón Gunnarsson fer úr öðru sæti niður í það þriðja, Óli Björn Kárason fór niður í fjórða sæti og Vilhjálmur Bjarnason skipar það fimmta. Karen Elísabet Halldórsdóttir skipar það sjötta.

Haft er eftir Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni kjörnefndarinnar, að tillagan hafi verið rædd við alla hluteigandi og að hún hafi verið samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á fundinum.

Bryndís segist sátt með niðurstöðuna í samtali við Mbl.is. Hún tekur einnig undir það sé óæskilegt að hafa konu fyrst í fimmta sæti listans.

Breyttur listi lítur því svona út:

1. Bjarni Benediktsson
2. Bryndís Haraldsdóttir
3. Jón Gunnarsson
4. Óli Björn  Kárason
5. Vilhjálmur Bjarnason
6. Karen Elísabet Halldórsdóttir