Jón Steindór Valdimarsson varaformaður stjórnskipunar- og efnahagsnefndar Alþingis segir frétt Rúv þess efnis að Brynjar Níelsson láti af formennsku í nefndinni meðan á umfjöllun um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans er til meðhöndlunar vera ranga.

Frétt RÚV er röng

„Frétt RÚV er röng, þeir töluðu við mig eftir fundinn en það hefur sjálfsagt bara eitthvað misskilist hjá þeim, en ég sagði Brynjar vera í leyfi og að ég stýri nefndinni á meðan,“ segir Jón Stendór.

„Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var ákveðið að ég verði svokallaður framsögumaður í þessu máli og í því felst að ég stýri vinnunni, í þessari umfjöllun nefndarinnar. Brynjar er hins vegar í leyfi fram yfir páska sem tengist þessu máli ekki neitt.

Eðlil málsins samkvæmt er ég fyrsti varaformaður og því stýri ég nefndinni í hans fjarveru. Hann er áfram formaður nefndarinnar, og veit ég ekki annað en að hann taki við því þegar við hittumst aftur næst eftir páska.“

Brynjar var verjandi Bjarka Diego

Áður en Brynjar tók sæti á Alþingi var starfaði hann meðal annars sem lögmaður og verjandi Bjarka Diego, sem gengdi lykilhlutverki í gerð leynilegra baksamninga í tengslum við kaup Ólafs Ólafssonar og félaga í Búnaðarbankanum.

Kemur nafn Bjarka ótal sinnum fyrir í skýrslunni, en samkvæmt eldri fréttum RÚV hafði Brynjar ekki talið verjendastörf sín á sínum tíma ekki skipta máli við afgreiðslu málsins, miðað við hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Skrifa skýrslu um skýrsluna

Jón Steindór segir nefndina þurfa að skila skýrslu um skýrslu Rannsóknarnefndar ásamt því að kalla gesti á fund nefndarinnar til að ræða málið.

„Við erum byrjuð að fara yfir þetta, en þetta er vinna sem ekki mun klárast í vikunni eða næstu einum eða tveimur vikum,“ segir Jón Steindór og því muni Brynjar sitja í nefndinni þegar þessi mál verða skoðuð.

„Ég held þetta sé góð lausn sem nefndin var samstiga um, og veit ég ekki annað en Brynjar sé sáttur við þetta fyrirkomulag.“