*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 31. ágúst 2018 15:55

Brynjólfur lætur af störfum hjá HB Granda

Brynjólfur Eyjólfsson lætur af starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs félagsins í dag.

Ritstjórn
Brynjólfur Eyjólfsson, fyrrum framkvæmdastjóri markaðssviðs HB Granda.
Haraldur Guðjónsson

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á markaðs- og sölustarfi HB Granda. Brynjólfur Eyjólfsson lætur af starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs félagsins í dag og eru honum þökkuð vel unnin störf við uppbyggingu á öflugu markaðsstarfi félagsins á undanförnum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar.  

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri félagsins tekur við stjórn sviðsins á meðan endurskoðun á markaðs- og sölustarfi félagsins stendur yfir. 

Stikkorð: Grandi HB
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim