*

fimmtudagur, 19. júlí 2018
Innlent 7. október 2013 11:20

Búa til forrit fyrir þá sem vilja útbúa kennsluefni

Davíð Ólafur og Bjarni Ingimar vinna að gerð námsbókarforrits þar sem hægt er að útbúa kennsluefni án forritunarkunnáttu.

Sólrún Halldóra Þrastard
Haraldur Guðjónsson

Dúxinn ehf. er nýstofnað félag og er tilgangur þess hugbúnaðargerð og gerð smáforrita fyrir kennslubækur á spjaldtölvur og farsíma sem og gerð slíkra kennslubóka. Stofnendur félagsins eru Davíð Ólafur Ingimarsson hagfræðingur og Bjarni Ingimar Júlíusson hugbúnaðar­sérfræðingur.

Davíð hefur verið stundakennari við viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands frá 2006 og hefur því að eigin sögn mjög sterka skoðun á því hvernig miðla eigi námsefni til nemenda. „Ég fór að velta því fyrir hvort það væri ekki hægt að nýta betur nútímatæknina í kennslu og fór þá að skoða margmiðlunarkennslubækur þar sem spjaldtölvur og farsímar eru notuð við kennslu," segir Davíð. Hann segir það hafa komið sér á óvart að enginn væri að útbúa slíkar bækur á Íslandi og þær lausnir sem hann fann erlendis voru yfirleitt mjög dýrar eða þá eingöngu fyrir Apple eða Android stýrikerfi en ekki hvort tveggja.

Hafði Davíð þá samband við Bjarna Ingimar hugbúnaðarsérfræðing og hófu þeir að skoða í sameiningu þann möguleika að útbúa margmiðlunarkennslubækur og forrit fyrir gerð slíkra bóka án forritunarkunnáttu. „Við erum að búa til námsbókarforrit þar sem hver sem er getur útbúið kennsluefni eða kennslubækur án þess að læra forritun," segir Davíð og segir þá lausn enn í vinnslu. Up

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Dúxinn