Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Mobilitus hefur náð eftirtektarverðum árangri á miðasölumarkaði. Félagið er nú fimmti stærsti söluaðili á miðum í gegnum farsíma í heiminum í dag að sögn Einars Arnar Benediktssonar, sérfræðings hjá félaginu. Skipar fyrirtækið sér þar í röð á eftir fyrirtækjum eins og Apple, Ebay og Amazon. Miðarnir eru seldir í samstarfi við Ticketmaster.com. "Við ráðum auðveldlega við það að selja 15.000 miða á 5 mínútum án þess að hrynja," segir Einar Örn glaður í bragði í samtali við Viðskiptablaðið.

Mobilitus hefur hrint úr vör sérstakri markaðslausn fyrir tónlistarmenn, Promogogo, sem er hugbúnaðarlausn sem mælir sölutölur, heldur utan um samskipti hljómsveitar eða tónleikahallar við aðdáendur og safnar gögnum í ítarlegan gagnagrunn sem nýtist í markaðsetningu á tónlist.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • MP banka var ekki kunnugt um að Straumur fjárfestingabanki ætti óbeint hlut í Íslenskum verðbréfum.
  • Útsvarstekjur hækkuðu um milljarða króna.
  • Starfsemi Íbúðalánasjóðs verður umbylt á næstunni.
  • Ítarlega er fjallað um Landsbankabréfið í fréttaskýringu.
  • Íbúðum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga verulega á næstu fjórum árum, samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins.
  • Veikleikar hefðbundnu stjórnmálaflokkanna í Bretlandi sex mánuðum fyrir almennar kosningar.
  • Óðinn fjallar fjallar um áfengisfrumvarpið.
  • Magnus Billing, forstjóri Nasdaq í Stokkhólmi, og Páll Harðarson, framkvæmdastjóri Nasdaq á Íslandi, eru í ítarlegu viðtali.
  • Sveinn Kristjánsson undirbýr útgáfu smáforrits sem getur skrifað ævisögu fólks.
  • Nærmynd af Björgvini Inga Ólafsson, nýs framkvæmdastjóra viðskipta og þróuna hjá Íslandsbanka.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað ásamt Tý sem fjallar um afnám hafta.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira.