Þrátt fyrir að ætla Pírötum velgengni í komandi alþingiskosningum býst matsfyrirtækið Standard & Poor’ s ekki við meiriháttar stefnubreytingu í stjórnmálum komist flokkurinn til valda. Það sama megi segja ef einhver annar flokkur kemst til valda. Þetta kemur fram í rökstuðningi fyrirtækisins fyrir óbreyttu lánshæfismati ríkissjóðs, BBB+/A-2 með stöðugum horfum.

Í skýrslunni segir að stefna stjórnavalda verði í helstu atriðum áþekk óháð því hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn. Þetta er rökstutt með því að Ísland sé sterkt og lýðræðislegt þjóðfélag með árangursríku og traustu stofnanaumhverfi og háu menntunarstigi íbúa og vinnuafls. Í gegnum tíðina hafi landinu verið stýrt af mismunandi stjórnmálaflokkum án áfalla og búast megi við því að svo verði áfram.