Seðlabanki Bandaríkjanna er líklegur til að hækka stýrivexti áður en árið líður. Það er þó „vænting, en ekki loforð," segir Stanley Fischer, varaseðlabankastjóri, í samtali við Reuters.

„Tímasetning fyrstu vaxtahækkunar og síðari breytingar á stýrivöxtum eru verulega háðar framtíðarþróun í efnahagslífinu," sagði Fisher á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Perú. Hann sagði „talsverða óvissu" um bandarískt efnahagslíf, sérstaklega vegna samdráttar í útflutningi vegna lítils heimshagvaxtar, lítilla fjárfestinga vegna samdráttar í olíuverði. Þá sagði Fisher að þróun atvinnuleysis í Bandaríkjunum væru „vonbrigði."

Fisher sagði þó að enn væru að verða til nógu mikil störf í Bandaríkjunum til að seðlabankinn héldi áfram að reyna að ná markmiðum sínum um minnsta mögulega atvinnuleysi og að verðbólga myndi á endanum aukast. Miðað við þær forsendur mætti enn búast við því að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi hækka stýrivexti í október eða desember.