Hagfræðingar á Wall Street segja fjárfestum nú að búa sig undir meira aðhald í peningastefnunni heldur en hefur sést á undanförnum áratugi að því er kemur fram á vef Bloomberg.

Búist er við að heimshagkerfið sé að fara inn í sitt sterkasta skeið síðan árið 2011 og bankar á borð við Citigroup og JP Morgan Chase spá því að vextir í iðnríkjum verði að minnsta kosti 1% á næsta ári.

Að sama skapi er búist við að mjög dragi úr magnbundinni íhlutun sem felst í því að seðlabankar hafa verið að grípa inn á markaði með kaupum á skuldabréfum. Þannig verði kaup seðlabanka á skuldabréfum falli niður í 18 milljarða dala á mánuðu í lok árs 2018 en í september síðastliðnum námu mánaðarleg kaup um 126 milljarða.

„2018 er árið sem við munum sjá raunverulegt aðhald,“ er haft eftir Ebrahim Rahbari, framkvæmdastjóra alþjóðahagfræðideildar Citigroup í New York.