Árið 2016 fluttust óvenju margir frá útlöndum til Íslands og voru aðfluttir umfram brottflutta 4.069 manns. Það er talsvert fleiri en í fyrra, þegar 1.451 fleiri fluttust til landsins en frá því. Á árunum 2006 og 2007 fluttust hins vegar um 5.200 fleiri til landsins en frá því og eru það einu árin þar sem flutningsjöfnuður er hærri en í fyrra. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Á árinu fluttust 10.958 manns til landsins, samanborið við 7.461 á árinu 2015. Árið 2007 er eina árið sem fleiri fluttust til landsins en á síðasta ári, eða 12.546. Alls fluttust 6.889 manns frá Íslandi samanborið við 6.010 manns árið áður. Ef eingöngu er litið til erlendra ríkisborgara flutningsjöfnuður 4.215 manns. Flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var hins vegar neikvæður, brottfluttir voru 146 fleiri en aðfluttir.