Samkvæmt opinberu skjali frá Verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna, gaf auðmaðurinn Warren Buffett hlutabréf í Berkshire Hathaway að virði 2,86 milljarða Bandaríkjadala til góðgerðamála.

Buffett toppaði fyrra met, en í júlí í fyrra gaf hann 2,84 milljarða.

Mesti fjöldi bréfa fór til Bill and Melinda Gates Foundation, en Gates hjónin teljast til bestu vina Buffetts. Bréf að virði 215 milljóna dala fóru til Susan Thompson Buffett Foundation, samtaka sem nefnd eru í höfuðið á seinni eiginkonu Buffetts.

Gjafir Buffetts hafa sýnileg áhrif á fjárhagsstöðu hans, en gjöf ársins færir auðæfi hans niður í 65,5 milljarða dali. Hann hangir rétt svo í toppsætum Forbes um ríkustu menn í heimi, en Jeff Bezos frá Amazon, er á hælunum á honum.