Fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem stofnandinn Warren Buffett fer fyrir, hefur keypt meirihluta hlutafjár í fjölmiðlinum Media General fyrir 142 milljónir dala. Media General gefur út 63 dagblöð í Suð-austur hluta Bandaríkjanna. Til viðbótar lánar Berkshire félaginu um 400 milljónir dala og framlengir 45 milljóna lánalínu.

Fyrir á Berkshire fjölmiðlana Buffalo News, Omaha World Herald og hlut í Washington Post. Fjallað er um kaupin á viðskiptavef BBC í dag. Þar segir að fjárfestingin sé gerð á tímum þar sem staðbundin dagblöð í Bandaríkjunum glími við fjárhagserfiðleika, meðal annars vegna minnkandi auglýsingatekna.

Buffett telur hins vegar að blöðin gegni veigamiklum hlutverkum á sínum svæðum en hann hefur áður lýst áhyggjum sínum yfir framtíð dagblaða.