Hagnaður fjárfestingafélags Warren Buffett, Berkshire Hathaway dróst samanum 43% á síðsta ársfjórðungi, um ríflega 3 milljarða dollara, yfir 320 milljarða íslenskra króna. Versnandi afkoma skýrist að stórum til vegna náttúruhamfara sem ullu taprekstri tryggingarfélaga í eigu Berkshire Hathaway. Fellibyljirnir Harvey, Irma og María og stórskjálfti í Mexíkó ullu mikilli eyðileggingu Vestanhafs.

Búist er við að tryggingarfélög í Norður-Ameríku þurfi að greiða út nálægt 13 þúsund milljörðum króna vegna eyðileggingar af völdum fellibylja á þessu ári, en fellibyljatímabilið þetta árið var eitt það versta í manna minnum.

Hagnaður Berkshire Hathaway nam rétt ríflega 4,07 milljörðum dollara, eða 434 milljörðum króna miðað við 7,2 milljarða dollara eða 768 milljarða króna á sama tíma fyrir ári.