Bormenn í Óshlíðargöngum fóru yfir 2.000 metra mörkin í fyrri viku og gekk þá vel að sprengja frá báðum endum. Í síðustu viku gekk gröftur Óshlíðarganga frá Bolungarvík gekk mjög vel. Sprengdir voru 63 metrar og er heildarlengd þeim megin frá 1.096 metrar.

Frá Hnífsdal gekk hægar en áður vegna erfiðari aðstæðna og þar voru sprengdir 37 metrar. Var heildarlengd ganganna þeim megin þá orðin 1.023 metrar. Samtals var því búið að sprengja 2.119 metra fyrir helgina eða um 41% af heildarlengd ganganna sem verða 5,1 kílómetri að lengd.

Áætlað er að lokið verði við að sprengja göngin um mánaðarmótin júlí/ágúst í sumar, en öllu verkinu á að vera lokið 15. júní árið 2010.