Í lok síðustu viku var búið að sprengja 2.303 metra í Óshlíðargöngum, eða 44,7% af 5,1 kílómetra heildarlengd ganganna.

Gröftur Óshlíðarganga gekk þokkalega í síðustu viku (viku 10) en nokkur truflun varð á verki vegna snjóflóðahættu og vaktaskipta.

Frá Hnífsdal voru sprengdir 35 metrar og var heildarlengd ganganna þeim megin frá orðin 1.118 metrar.

Frá Bolungarvík voru sprengdir 45 metrar og var lengd ganganna í þeim legg þá komin í 1.185 metra.