Magnús Garðarsson, einn eigenda kísilmálmverksmiðju United Silicon, segir að búið sé að selja um 85% af fyrirhugaðri framleiðslu. Framkvæmdir við verksmiðjuna er nú í fullum gangi en stefnt er að því að hefja framleiðslu um miðjan júlí.

„Við þurfum að ná fullum afköstum áður en við klárum að selja allt," segir hann. „Langmest fer til Hollands og Þýskalands. Það sem fer til Hollands verður dreift áfram til kúnna sem viðskiptafélagi okkar í Hollandi er með samninga við."

Auk Magnúsar, standa danskir og hollenskir fjárfestar að verksmiðjunni í Helguvík. Magnús segir að í heildina séu hluthafarnir 24 talsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .