*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 29. júní 2018 09:37

Búrfellsstöð II gangsett

Með stöðinni, sem er 100 MW, eykst orkugeta raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári.

Ritstjórn
Forseti Íslands leggur hornstein að Búrfellsstöð II.
Aðsend mynd

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II, og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti hana við hátíðlega athöfn í gær.

Búrfellsstöð II er átjánda aflstöð Landsvirkjunar. Hún er í Sámsstaðaklifi, á milli Búrfells og Sámsstaðamúla, og við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna. Stöðvarhúsið er neðanjarðar og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar.

Auk forseta og fjármála- og efnahagsráðherra héldu ávörp á athöfninni Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Gunnar Guðni Tómasson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs og Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar.

Með stöðinni, sem er 100 MW, eykst orkugeta raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári. Kemur það til bæði vegna þess að rennslið er nýtt betur, auk þess sem falltap verður minna þegar álag af Búrfellsstöð yfir á Búrfellsstöð II. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW.

Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis (joint venture) Íslenskra Aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim