Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kom til Texas í gær í þeim tilgangi að afla fjár fyrir Demókrata. Fyrstur til að taka á móti Obama var George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.

Í síðustu viku voru liðin 25 ár síðan Bush tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann ákvað að koma við á flugvellinum í Houston, sem er nefndur eftir Bush, til þess að heiðra Obama.

Bush eldri er 89 ára gamall og ferðast um í hjólastjól vegna Parkinson sjúkdóms sem hann glímir við. Í New York Times segir að mjög vel hafi farið á með forsetahjónunum og Bush eldri.