*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 19. mars 2018 10:04

Byggingarkostnaður hækkar enn

Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar farið hækkandi, en hún snerist úr lækkun í hækkun í sumar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 5,4% síðustu 12 mánuðina að því er Hagstofa Íslands hefur greint frá.

Vísitalan gildir í apríl á þessu ári, en vísitalan fyrir apríl í fyrra hafði lækkað um 0,6% síðustu 12 mánuði þar á undan. Hafði lækkunin verið enn meiri ef horft var til hálfs árs þar á undan, eða 1,0%, en 0,7% síðustu 3 mánuðina.

Þegar horft er til 12 mánaða aftur í tímann hafði vísitalan farið lækkandi fram í júlí, en þá snerist þróunin við og hefur hún farið stighækkandi síðan.