Fjármálaeftirlitið telur að Sparisjóðurinn í Keflavík, Byr sparisjóður og VBS fjárfestingarbanki hafi ekki getað greitt andvirði innstæðna, verðbréfa eða reiðufé þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust eftir að Fjármálaeftirlitið (FME) tók fjármálafyrirtækin yfir. Það er mat FME að þess vegna hafi stofnast til greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum fyrirtækjanna sem ekki hafi fengið innstæður sínar greiddar.