*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 12. september 2017 09:45

Byrjað að reisa nýjan Landspítala 2018

Nýr Landspítali fær 2,8 milljarða úr fjárlögum næsta árs en gert er ráð fyrir auknum fjárveitingum til geðheilbrigðismála.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bygging nýs Landspítala hefst seinni hluta næsta árs með byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut. Verða framlög til byggingar nýs Landspítala 2,8 milljarðar króna á næsta ári, sem er hækkun um 1,5 milljarð frá fjármálaáætlun. Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá verður lögð sérstök áhersla á geðheilbrigðismál með auknum fjárlögum til málaflokksins í áföngum til ársins 2022.

Er ætlunin að fjölga sálfræðingum á heilsugæslu, geðheilsuteymum sem og meðferðarúrræðum við geðvanda fjölgað. Heilsugæslan verður styrkt um land allt sem fyrsti viðkomustaður, en Barna- og unglingageðdeild Landspítala verður styrkt sérstaklega.

Alls hækka heilbrigðis- og velferðarútgjöld í fjárlagafrumvarpinu um 4,6% umfram launa- og verðlagsþróun.