Sunna Einarsdóttir er fjármálastjóri Deloitte á Íslandi. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan árið 2011. Hennar helstu verkefni hennar snúa að fjármálum fyrirtækisins. Hún segir starfið mjög fjölbreytt og að hennar helstu verkefni eru að stýra fjármagni í takt við stefnu Deloitte og fylgja eftir fjárhagsstefnumótun.

„Ég hef almennt gaman af tölum og gaman af því að stýra viðskiptum. Svo finnst mér skemmtilegt og áhugavert að nota tölurnar til þess að fá innsýn í hvað hefur gengið vel og hvað þarf að bæta,“ segir Sunna.

Fjármál og stjórnun þeirra er að sögn Sunnu hennar stærsta áhugamál og hefur hún starfað lengi í geiranum.

Ítarlegt viðtal við Sunnu er í Áhrifakonum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .