London Acquisition N.V. sem er eignarhaldsfélag Candover hefur dregið tilboð sitt í hollenska félagið Stork tilbaka.  Í tilkynningu Candover segir að viljaleysi LME til að taka tilboðinu sé ástæða þess að tilboðið séu nú dregið til baka. LME er eignarhaldsfélag Marel, Landsbankans og Eyris Invest. LME á nú 43% hlut í Stork. Ljóst er að viðræður LME Stork og Candover sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur hafa runnið út í sandinn og samkomulag hafi ekki náðst.

Samkvæmt tilkynningu frá Stork munu viðræður á milli LME, Stork og Candover hefjast á nýjan leik með áherslu á nýja nálgun. Tíðinda verður að vænta ekki seinna en í byrjun október samkvæmt tilkynningu Stork.