Capacent telur að meiri líkur á vaxtalækkun en óbreyttum stýrivöxtun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Skuldabréfayfirliti Capacent.

Þar kemur einnig tekið fram að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands var nokkuð klofin við síðustu stýrivaxtaákvörðun. Tveir af nefndarmönnum vildu lækka stýrivexti á meðan þrír vildu halda þeim óbreyttum. Líklegt er að nefndin skiptist á milli þeirra sem aðeins eigi að horfa á undirliggjandi og framleiðsluspennu í hagkerfinu og þeirra sem telja að einnig eigi að horfa til erlendra vaxta og vaxtamunar.

„Ákvörðun peningamálastefnunefndar þann 14. desember veltur því á ákvörðun oddamannsins í nefndinni,“ segir í spánni. Tölur sem birst hafa sýna að hagvöxtur er meiri en spár gerðu ráð fyrir og einnig benda tölur til þess að gengi krónunnar komi til með að styrkjast sem aldrei fyrr næsta sumar. „Kaldur sviti ætti með réttu að spretta fram á enni þeirra sem eru ábyrgir fyrir fjármálastöðugleika landsins,“ er tekið fram í greiningunni.

Lætur skynsemi ráða för

Greiningaraðili Capacent segir að þeirra mati mun fyrrnefndur oddamaður í peningastefnunefnd Seðlabankans láta skynsemi ráða för fremur en að treysta niðurstöðum byggðum á stærðfræðilíkönum, sem eru að mati Capacent ófullkominn sýndarveruleiki á hið raunverulega hagkerfi.

Capacent setur þó fyrirvara á greiningu sína. „Að espa Seðlabankann upp til vaxtalækkunar er líkt og að gefa bráðlátu barni brjóstsykur. Bankinn æsist allur upp og verður enn óstýrlátari,“ er sagt í lok greiningar Capacent.