*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 25. mars 2012 16:28

Centerhotels: Snertir eingöngu leigusala

Engir aðrir kröfuhafar tapa sínum kröfum eða verða fyrir fjárhagstjóni.

Ritstjórn

Vegna fréttaflutnings Viðskiptablaðsins af málefnum Miðbæjarhótela/Centerhotels ehf óskar Kristofer Oliversson framkvæmdastjóri Centerhotels eftir að koma á framfæri eftirfarandi fréttatilkynningu:

"Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 9. janúar 2012, var Miðbæjarhótelum/Centerhotels ehf., veitt heimild til að leita nauðsamnings. Fyrir liggur að þeir einu aðilar, sem málið áhrærir, leigusalar Miðbæjarhótela, hafa fyrirfram lýst því yfir að þeir mæla með að frumvarpið verði samþykkt. Samhliða gerðu eigendur samkomulag við leigusala um rétt þeirra að eignast allt að 34% hlut í félaginu að 18 mánuðum liðnum, en þó aðeins að vilji beggja aðila standi til þess. Um er að ræða að ganga formlega og án mismununar frá verðtryggðum leiguskuldum, sem stökkbreyttust í kjölfar bankahruns. Það skal áréttað að engir aðrir kröfuhafar tapa sínum kröfum eða verða fyrir fjárhagstjóni."