Útivistarfatnaðaframleiðandinn Cintamani skilaði 101,8 milljóna króna tapi í fyrra, samanborið við 33,3 milljóna króna tap árið 2012. Kemur þetta fram í samandregnum ársreikningi.

Rekstrartap fyrir afskriftir jókst úr 4,3 milljónum króna árið 2012 í 60,4 milljónir í fyrra og tap eftir afskriftir jókst úr 13,4 milljónum í 74 milljónir. Þá voru vaxtagjöld tíu milljónum meiri en árið 2012.

Eignir félagsins um síðustu áramót námu 686,4 milljónum, skuldir 383,1 milljón og eigið fé nam 303,3 milljónum króna. Í fyrra var hlutafé félagsins aukið um 320 milljónir króna.

Í Viðskiptablaðinu í síðustu viku var farið yfir rekstur íslenskra útivistarfatnaðarframleiðenda og þar kom m.a. fram að hagnaður 66° Norður nam 239 milljónum króna í fyrra, ZO-ON skilaði 0,6 milljóna króna hagnaði og Drífa 88 milljóna króna hagnaði.