Rúnar Ágústsson hefur verið ráðinn sölustjóri fyrirtækja- og útflutningssviðs Cintamani. Fyrirtækið hannar, framleiðir og selur útivistarfatnað á alþjóðamarkaði. Rúnar var síðast framkvæmdastjóri hjá IP Vörum í tæpt ár. Þar áður starfaði hann hjá Sjóklæðagerðinni og 66°N eða frá árinu 2000 til 2013. Frá 2000 til 2007 var hann sölumaður á fyrirtækjasviði en frá 2007 til 2013 var hann sölustjóri 66°N.

Rúnar hóf störf hjá Cintamani fyrir skömmu og fór á vegum fyrirtækisins á ISPO sýninguna í München í lok janúar, þar sem næsta vetrarlína var kynnt. ISPO er stærsta útivistar og íþróttavörusýning í heimi.