Cisco Systems Ísland ehf., dótturfélag Cisco Systems í Hollandi, skilaði tæplega 8,7 milljón króna hagnaði á rekstrarárinu 2016, sem nær frá 1. ágúst 2015 til 31. júlí 2016. Á sama tímabili árið áður skilaði félagið rúmlega 6 milljón króna hagnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Tekjur af aðalstarfsemi námu 55,8 milljónum. Rekstrarhagnaður minnkaði lítillega úr 5,1 milljón í rúmlega 5 milljónir, en aukning í heildarhagnaði skýrist helst af auknum vaxtatekjum.

Eignir námu 74,8 milljónum króna í lok rekstrarársins borið saman við rúmlega 59 milljónir árið áður, en stærsta eign félagsins eru kröfur á tengd félög. Skuldir voru 25,7 milljónir, nær eingöngu skammtímaskuldir. Eigið fé nam rúmlega 49 milljónum og var eiginfjárhlutfall 65,7%. Handbært fé hækkaði um rúmlega 5 milljónir milli ára.

Meginstarfsemi Cisco er sala og þjónusta á sviði upplýsingatækni. Stjórnarmenn Cisco á Íslandi eru Evan Barry Sloves og Mark Thomas Gorman.