*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Erlent 18. júní 2018 11:04

Citibank sektaður fyrir svik

Bankinn hefur verið sektaður af bandarískum yfirvöldum fyrir að hafa vísvitandi áhrif á Libor vexti.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bandaríski bankinn Citibank, hefur verið sektaður um 100 milljónir dollara af yfirvöldum í heimalandinu. Ástæða sektarinnar er sú að í kjölfar rannsóknar sem bandarísk yfirvöld gerðu, kom í ljós að bankinn hafi vísvitandi haft áhrif á Libor vexti. Libor vextir eru notaðir til að hjálpa til við að ákveða útlánsvexti víða um heim. Þetta kemur fram á vef CNN.

Yfirvöld vilja meina að bankinn hafi grætt milljónir dollara með þessari ólöglegu háttsemi.

Citibank er þriðji bankinn í Bandaríkjunum sem er sektaður af yfirvöldum fyrir þessar sakir, en Barclays og Deutsche Bank hafa einnig verið sektuð. Samtals hafa bankarnir þrír verið sektaðir um 420 milljónir dollara.