Citigroup jók hagnað sinn um 51% milli ársfjórðunga þrátt fyrir óróleika á mörkuðum og lækkaðar tekjur. Citigroup er þriðji stærsti banki í Bandaríkjunum, ef miðað er við eignir.

Tekjur Citicorp (sem meginhluti starfsemi Citigroup fer fram í) lækkuðu um 2% og tekjur í félaginu Citi Holding féllu um 32% vegna lækkaðs verð á eignum félagsins. Citi's institutional clients group var eina félagið í samstæðunni sem skilaði auknum tekjum milli ársfjórðunga. Mestu máli skipti þó að bankinn lækkaði kostnað um 18% og jók því við hagnað sinn frá fyrri ársfjórðungi.

Reuters greinir frá.