Nú verður aftur hægt að fá aðra drykki en frá Ölgerðinni, eins og Pepsi, Pepsi Max og appelsín í Smárabíó en þess má vænta að ýmsir fagni þessum breytingum.

Hefur einungis verið hægt að fá drykki Ölgerðarinnar í kvikmyndahúsum helsta keppinautarins, Sambíóanna frá árinu 2013 þegar fyrirtækin sömdu sín á milli um það, en þá höfðu verið liðin 30 ár síðan kvikmyndahús sambíóanna höfðu síðast selt drykki Ölgerðarinnar.

Fyrir þessa breytingu var aðeins hægt að fá Coce í tveimur kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu, það er í Laugarásbíó og í Bíó Paradís.

„Smárabíó hefur tekið tilboði Vílfells um sölu drykkja í kvikmyndahúsinu frá og með 1. febrúar 2017," segir í fréttatilkynningu frá kvikmyndahúsinu.

„Frá þeim tíma verður Coca-Cola aðaldrykkurinn í bíóinu á ný og fleiri vinsælir drykkir á borð við Fanta, Sprite og Víking Bjór verða einnig í boði.

Samningar við Ölgerðina vegna Smárabíós runnu út fyrir stuttu en gott samstarf Senu, eiganda Smárabíós, við Ölgerðina heldur áfram á öðrum sviðum, svo sem í Háskólabíói og hvað varðar sölu á sælgæti. “