Andófshreyfingar í Swasilandi hvetja Coca Cola til að draga úr stuðningi sínum við stjórnvöld í Swasilandi en Coca Cola hefur verið öflugur fjárfestir í landinu frá árinu 1987.

Coca Cola segist ekki skipta sér af stjórnmálum í þeim löndum sem það á í viðskiptum í. Sumar skýrslur benda til þess að 40% af tekjum í Swasilandi megi rekja til Coca Cola en landið er í miklum fjárhagsörðugleikum.

Þrýstingur er meðal andófsmanna á erlend fyrirtækin en þau segja að þau fyrirtæki sem styðji ekki við bakið á þeim séu að styðja Mswati konung.

Hér má lesa frétt BBC um Mswati og Coca Cola.