Þeir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Ísland og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings (samstæðunnar) hafa ásamt fleirum sett á fót ráðgjafafyrirtækið Consolium ehf.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og er félagið sagt veita skuldunautum bankanna ráðgjöf og þjónustu. Þannig er fyrirtækjum og einstaklingum sem skulda bönkunum boðin ráðgjafarþjónusta við að semja um skuldir.

Hreiðar Már staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 en vildi að öðru leyti ekki láta hafa neitt eftir sér um málið.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra ef Concolium ehf. ber félagið kennitöluna 701008-0730 sem gefur til kynna að félagið hafi verið stofnað þann 30. október síðastliðinn. Bankarnir hrundu í byrjun október.

Þá er félagið með skráð heimili í Kringlunni 4-12.