Costco í Bandaríkjunum bregst nú við innkomu Amazon á dagvörumarkað með því að bæta í heimsendingarþjónustu fyrirtækisins. Amazon keypti matvörukeðjuna Whole Foods í lok ágúst á 13,7 milljarða dollara um 1.400 milljarða króna, og lækkaði í kjölfar verð á fjölda vara, og bætti í heimsendingar á dagvöru.

Cosco hyggst bjóða upp á yfir 500 vörur í heimsendingu innan tveggja daga ef keypt er fyrir meira 75 dollara eða 7.900 krónur. Þá munu 376 verslanir Costco bjóða upp á heimsendingar um 1.700 vara samdægurs.

Tilkynnt var um auknar heimsendingar við ársfjórðungsuppgjör Costco á fimmtudaginn, sem reyndist rétt undir markmiðum félagsins. Hlutabréfaverð í Costco féll í kjölfarið um 6% á föstudaginn.

Josh Blechman, sjóðsstjóri hjá eignarstýringarfyrirtækinu ACSI Funds sagði Costco hafa ýmsa kosti fram yfir Amazon. Costco keppi í verði en Amazon í þægindum.

Þá jukust tekjur Costco af félagsgjöldum einnig eftir að fyrirtækið hækkaði félagsgjöld Vestanhafs í sumar.