Eftir kvartanir innlendra heildsala yfir því að varúðarmerkingum á efnavörum hjá Costco sé ábótavant er hætta á að fyrirtækið þurfi að fara að greiða dagsektir. Umhverfisstofnun hefur krafið vöruhús Costco hér á landi um úrbætur í merkingum á alls kyns efnavörum eftir kvartanir keppinauta að því er Fréttablaðið segir frá.

Er um að ræða vörur eins og þvottaefni og hreinsiefni ýmis konar, en ef ekki verða gerðar úrbætur á, gæti verslunin þurft að greiða dagsektir þangað til þær hafi verið gerðar.