Dómstólar í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að Costco Wholesale Corp þurfi að greiða Tiffany & Co að minnsta kosti 19,4 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 2,1 milljarði króna miðað við gengi dagsins í dag, vegna eftirlíkingum af demantahringum sem báru heitið„Tiffany“. Um málið er fjallað í frétt Reuters .

Costco þarf að greiða 11,1 milljónir Bandaríkja dala auk vaxta vegna brotsins á höfundarrétti. Einnig var Costco bannað að selja eitthvað sem bæri nafnið Tiffany. Costco hygst áfrýja niðurstöðu dómstólsins og segja að dómaranum í málinu hafi orðið á í messunni. Tiffany fór í mál við Costco á Valentínusardag árið 2013.